Fimm þingmenn á SSS-þingi
Rödd aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um nýliðna helgi ætti að berast inn í sali Alþingis. Fimm þingmenn af tíu manna þingliði Suðurkjördæmis mættu á aðalfund sambandsins sem haldinn var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Á myndinni hér að ofan eru það þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson og Páll Valur Björnsson. Fyrir neðan má sjá þau Oddnýju Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson í pontu.