Fimm teknir við hraðakstur á Reykjanesbraut
Lögreglan í Keflavík stöðvaði fimm ökumenn vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut á milli klukkan 16:30 og 17:10 í gær. Þeir tveir sem hraðast óku mældust á 124 kílómetra hraða þar sem leyfður er 90 kílómetra hámarkshraði. Mega ökumennirnir búast við um 20.000 króna sekt auk punkta. Hinir þrír óku á minni hraða. Að jafnaði stöðvar lögreglan sex bíla á dag á brautinni fyrir of hraðan akstur en frá áramótum hafa yfir 1200 bílar verið stöðvaðir fyrir hraðabrot.