FIMM TEKNIR Í VIKUNNI
Eftirlitssveitir lögreglunnar í Keflavík stöðvuðu 5 ökumenn í liðinni viku sem reyndust lykta af áfengi og voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur. Tveir voru hirtir á laugardagskvöldi, einn á sunnudag, einn á mánudegi og sá síðasti í gær. Var þar á ferðinni hollenskur karlmaður, tengdur varnarliðinu, sem lögreglumenn stöðvuðu fyrir að aka á 137 km. hraða á Reykjanesbraut við Vogastapa kl. 04:13 aðfararnótt miðvikudagsins.