Fimm teknir á hraðferð
Fjölmargir ökumenn voru teknir fyrir umferðarlagabrot í gær og í nótt í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur. Þrír á Reykjanesbraut og var sá sem hraðast ók nappaður á 131 km/klst, einn á Grindavíkurvegi og einn innanbæjar í Reykjanesbæ. Sá síðastnefndi var á 90 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 50.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut á Njarðarbraut og tveir ökumenn voru kærðir fyrir það að nota ekki öryggisbelti við akstur í Reykjanesbæ.