Fimm stöðvaðir í gær fyrir hraðakstur
Í gær stöðvaði lögreglan í Keflavík fimm ökumenn á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 123 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var stöðvaður á 99 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km, en við Grindavíkurafleggjara og Vogaafleggjara er hámarkshraði á töluverðum kafla 70 km.
Í gær var einnig ökumaður kærður fyrir að færa bifreið sína ekki til skoðunar á réttum tíma.
Í gær var einnig ökumaður kærður fyrir að færa bifreið sína ekki til skoðunar á réttum tíma.