Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 20. október 2002 kl. 11:17

Fimm slökkviliðsmenn frá Keflavík aðstoðuðu við slökkvistarf í Reykjavík

Fimm slökkviliðsmenn frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja fóru í nótt til aðstoðar Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna stórbruna sem varð að Laugarvegi 40 og 40a um miðnætti. Þegar mest var vour á milli 60-70 slökkviliðsmenn að störfum á brunastað. Annað húsið sem brann lítur út fyrir að vera ónýtt en bæði húsin eru sérlega illa farin. Tvö hús sem eru sambyggð voru í mikilli hættu í nótt og barðist slökkviliðið af fullum krafti í sex til sjö tíma við að hemja eldinn og varna því að hann bærist í fleiri hús. Húsið er nú vaktað af slökkviliðsmönnum til að tryggja að eldur blossi ekki upp aftur út frá glæðum sem leynast milli þilja. Ekki er talið öruggt að fara inn í húsin þar sem þau eru mjög illa farin og burður í gólfum farinn. Ljóst er að gríðarlegt tjón hefur orðið af völdum eldsins.
Að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi eru nú um tólf slökkviliðsmenn á staðnum en þegar mest var í nótt voru um 60 til 70 manns að vinnu og var fenginn liðsauki frá brunaliði Suðurnesja auk þess sem menn komu ofan af Kjalarnesi. Lögregla stjórnaði verðmætabjörgun úr næstu húsum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024