Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm ökumenn í vímu handteknir
Laugardagur 17. nóvember 2012 kl. 03:14

Fimm ökumenn í vímu handteknir

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á þremur undanförnum dögum handtekið fimm ökumenn vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Um var að ræða fjóra karlmenn og eina konu.

Við leit í herbergi eins ökumannsins fann lögregla amfetamín sem hann viðurkenndi að eiga. Annar ökumannanna fimm ók í veg fyrir aðra bifreið og lenti í árekstri. Hann var á ótryggðum bíl og hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024