Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm óku á nagladekkjum
Laugardagur 7. júní 2014 kl. 15:00

Fimm óku á nagladekkjum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af fimm ökumönnum sem óku á nagladekkjum. Þetta  er dýrt spaug fyrir þá sem það gera því sektin sem þeir þurfa að greiða er 5000 krónur á hvert dekk.

Þá var ökumaður stöðvaður, en hann ók bifreið sem ekki hafði verið færð til endurskoðunar síðan í september í fyrra og var að auki ótryggð. Lögregla fjarlægði skráningarnúmer af henni. Enn fremur voru höfð  afskipti af ökumanni, því bifreiðin sem hann ók var með dökkar filmur í fremri hliðarrúðum. Einn til viðbótar lagði ólöglega og annar var að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Þá óku fimm ökumenn án þess að hafa bílbelti spennt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024