Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimm öflugir björgunarjeppar að störfum í Grindavík
Laugardagur 17. janúar 2004 kl. 00:38

Fimm öflugir björgunarjeppar að störfum í Grindavík

Um kl. 23.00 í kvöld óskaði lögreglan á Suðurnesjum eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík vegna mikillar ófærðar í bænum. Þá voru austan 16 m/s og mikil snjókoma og skafrenningur. Tólf björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á 5 öflugum bílum að aðstoða fólk og bíla. Nú er mjög blint á Grindavíkurvegi og björgunarsveitarmenn í Þorbirni hvetja fólk til að leggja ekki á veginn eins og staðan er.
Mikið er um að vera í Grindavík í kvöld og margt fólk á ferðinni þar sem skemmtun er í Festi vegna Idol-stjörnuleitarinnar. Því eru óvenju margir sem þurfa á aðstoð að halda.

Ljósmyndir frá Grindavík á tólfta tímanum í kvöld. Bílar fastir og innkoman í bæinn ófær. Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024