Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm milljónir úr Pokasjóði til Suðurnesja
Fimmtudagur 16. júní 2011 kl. 10:10

Fimm milljónir úr Pokasjóði til Suðurnesja

Þrír aðilar á Suðurnesjum fengu í gær úthlutað samtals fimm milljónum króna úr Pokasjóði en sjóðurinn úthlutaði á sjötta tug milljóna til fjölmargra verkefna í gær.

Lundur, forvarnafélag, fékk tvær milljónir króna til fræðslu, stuðnings, ráðgjafar og forvarna. Einnig er styrkurinn ætlaður til útgáfu á fræðslubæklingi.

Ferðamálasamtök Suðurnesja fengu 1,5 milljónir króna í verkefnið 100 gíga hringurinn. Fjármagnið verður notað til að leggja leiðir um ysta hluta Reykjaness.

Þá fékk Blái herinn 1,5 milljónirt króna í verkefnið Hreinn ávinningur 2011. Fjárveitingin verður notuð til áframhaldandi hreinsunar á rusli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024