Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm marka sigur Keflavíkur
Fimmtudagur 10. maí 2018 kl. 16:07

Fimm marka sigur Keflavíkur

Keflavík lék sinn fyrsta leik í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti ÍR, lokatölur leiksins urðu 5-0 fyrir Keflavík og fyrsti sigur sumarsins því kominn í hús. Natasha Moraa Anasi skoraði á 20. mínútu leiksins og rétt fyrir hálfleik kom Sophie Groff Keflavík í 2-0 forystu á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddi því Keflavík í hálfleik 2-0.

Marín Rún Guðmundsdóttir bætti við þriðja marki Keflavíkur á 65. mínútu leiksins og Keflavík því komið í góða stöðu í leiknum. Anita Lind Daníelsdóttir bætti fjórða marki Keflavíkur við á 79. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Íris Una Þórðardóttir fimmta og síðasta mark leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er spáð öðru sæti í Inkasso-deild kvenna af fótbolti.net, nánar um það á vef Víkurfrétta á morgun.