Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm lausir hundar á ferð í Keflavík
Föstudagur 22. júní 2012 kl. 16:06

Fimm lausir hundar á ferð í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varla líður svo dagur að ekki sé tilkynnt um lausa hunda til lögreglunnar á Suðurnesjum. Í gær var tilkynnt um hóp hunda, ein fimm stykki, sem voru að þvælast lausir um í Keflavík. Tilkynningunni fylgdi að þessir hundar væru iðulega frjálsir ferða sinna. Í gær var einnig tilkynnt um lausan hund sem hafði verið að væflast við hús tilkynnanda lengi dags. Lögregla gerði hundaeftirlitsmanni viðvart og beinir þeim tilmælum til hundeigenda að fara settum reglum í þessum efnum.