Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm klukkustunda bæjarstjórnarfundur!
Fimmtudagur 15. október 2009 kl. 13:22

Fimm klukkustunda bæjarstjórnarfundur!


Óhætt er að segja að maraþonfundur hafi verið í Bæjarstjórn Grindavíkur í gærkvöldi því hann stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir. Stærsta mál fundarins var endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 2009 þar sem meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar bókuðu á víxl.


Jafnframt urðu nokkrar breytingar á nefndum bæjarins. Bæjarstjórn samþykkti að heimila bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að vinna að stofnun nýs landeigendafélags í samstarfi við aðra landeigendur í óskiptu landi Járngerðarstaða- og Hópstorfu. Einnig var rætt og bókað í tengslum við hugsanleg kaup á hlutafé í HS Orku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þá kom fram að ekki liggur fyrir hver tekur við sem bæjarstjóri 1. desember þegar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir lætur af störfum.Það mun þó  skýrast fljótlega, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð.
---


Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Frá Grindavík.