Fimm klukkustunda bæjarstjórnarfundur!
Óhætt er að segja að maraþonfundur hafi verið í Bæjarstjórn Grindavíkur í gærkvöldi því hann stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir. Stærsta mál fundarins var endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 2009 þar sem meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar bókuðu á víxl.
Jafnframt urðu nokkrar breytingar á nefndum bæjarins. Bæjarstjórn samþykkti að heimila bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að vinna að stofnun nýs landeigendafélags í samstarfi við aðra landeigendur í óskiptu landi Járngerðarstaða- og Hópstorfu. Einnig var rætt og bókað í tengslum við hugsanleg kaup á hlutafé í HS Orku.
Þá kom fram að ekki liggur fyrir hver tekur við sem bæjarstjóri 1. desember þegar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir lætur af störfum.Það mun þó skýrast fljótlega, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Frá Grindavík.