Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm jarðskjálftar stærri en M4 og einn M5 frá miðnætti
Sunnudagur 7. mars 2021 kl. 03:31

Fimm jarðskjálftar stærri en M4 og einn M5 frá miðnætti

- nítján skjálftar yfir M3 frá miðnætti

Jarðskjálftahrinan sem nú stendur yfir heldur vöku fyrir fjölmörgum Suðurnesjamönnum. Úr Grindavík berast þær fréttir að þar hafi allt nötrað í góða klukkustund, enda margir sterkir skjálftar við bæjardyrnar. Sömu sögu er að segja úr Vogum. Þar, eins og í Grindavík, hafa munir fallið úr hillum og myndir dottið niður af veggjum.

Öflugasti skjálftinn í nótt var upp á M5,0. Hann varð kl. 02:02 og staðsettur 3,2 km. vest-suðvestur af Fagradalsfjalli. Fjölmargir eftirskjálftar hafa orðið og þá eru skráðir fjórir skjálftar sem eru M4,0 til M4,2 efrir þann sem var M5,0. Þeir eru vest-suðvestur af Fagradalsfjalli og suður af fjallinu. Einn þeirra varð 3,9 km. norð-norðaustur af Grindavík. Þá varð einn skjálfti upp á M3,9 rétt fyrir kl. 03 í nótt 4,5 km. norður af Grindavík. Þeir eru því við rætur Þorbjarnar og nærri Bláa lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar þessi frétt er skrifuð kl. 03:30 hafa orðið nítján skjálftar stærri en M3,0 frá miðnætti og enn skelfur á ritstjórn Víkurfrétta í Krossmóa í Reykjanesbæ.