Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm í fíkniefnaakstri
Laugardagur 21. febrúar 2015 kl. 13:56

Fimm í fíkniefnaakstri

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fimm ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur í vikunni. Einn ökumannanna var réttindalaus og  á heimili annars fundust sterar og leifar af meintu amfetamíndufti á vigt í eldhúsi. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á amfetamíni.

Fleiri ökumenn gerðust brotlegir í umferðinni þó með öðrum hætti væri. Tveir voru til dæmis  kærðir fyrir hraðakstur. Annar þeirra ók á 161 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024