Fréttir

Fimm hross horfin sporlaust í Garði
Föstudagur 22. desember 2017 kl. 14:08

Fimm hross horfin sporlaust í Garði

Fimm hross hurfu úr girðingu við Rafnkelsstaði í Garði á miðnætti á þriðjudagskvöld. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan þá. Um er að ræða eitt hvítt og fjögur dökk hross.
 
Leitað hefur verið um allan Garð og í heiðinni ofan við byggðina og víðar á Suðurnesjum án árangurs.
 
Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu því nú er grunur um að hrossin hafi verið numin á brott.
 
Hafi fólk orðið vart við hross á vergangi eða orðið vart við grunsamlegar mannaferðir við Rafnkelsstaði í Garði, þá eru viðkomandi hvattir til að láta lögregluvita eða eiganda hrossanna í síma 893 3191.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024