Fimm handteknir vegna líkamsárása
Fimm karlmenn hafa verið handteknir vegna líkamsárása sem áttu sér stað í Reykjanesbæ um helgina.
Fimm karlmenn hafa verið handteknir vegna líkamsárása sem áttu sér stað í Reykjanesbæ um helgina. Einn þeirra var handtekinn og yfirheyrður vegna innbrots í hús í Reykjanesbæ í fyrrinótt, þar sem ráðist var á húsráðanda. Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum handtekið og yfirheyrt fjóra karlmenn í kjölfar hópslagsmála í Hafnargötu í Reykjanesbæ um helgina, þar sem nokkrir menn réðust á einn og slösuðu hann. Lögreglan vinnur að rannsókn þessara tveggja ofangreindu mála.