Fimm framboð í Grindavík
Alls verða fimm framboðslistar í kjöri við sveitarstjórnarkosningar í Grindavík 14. maí næstkomandi. Framboðin fimm, sem skiluðu inn listum fyrir lok framboðsfrests sl. föstudag, og voru öll metin gild af kjörstjórn. Þau eru Framsóknarflokkurinn (B), Sjálfstæðisflokkurinn (D), Miðflokkurinn (M), Samfylkingin og óháðir (S) og Rödd unga fólksins (U).
Kjördagur er eins og áður sagði laugardaginn 14. maí og verður kjörstaður í Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut.