Fimm fluttir á slysdeild eftir árekstur
Sendibíll og leigubíll skullu saman á Sandgerðisvegi laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Fimm manns voru í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með einhverja áverka. Einn maður var í framhaldi fluttur til slysadeildar Landsspítala Háskólasjúkrahúss með áverka í andliti. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var grunaður um ölvun við akstur, að sögn lögreglu.
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu í nótt. Önnur á skemmtistað í Grindavík en hin á skemmtistað í Keflavík.
Þá var maður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur á Reykjanesbraut laust fyrir kl. 6 í morgun