Fimm fluttir á sjúkrahús
Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir harkalegan árekstur tveggja fólksbíla í Innrí-Njarðvík fyrr í dag. Óhappið varð við hringtorgið hjá Kambi. Fólkið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Upplýsingar um ástand þess liggja ekki fyrir á þessari stundu. Bílarnir eru talsvert laskaðir.
VFmyndir/elg.