Fimm fjórhjólum stolið í Grindavík
Brotist var inn í fjórhjólaleigu í Grindavík og þaðan stolið fimm fjórhjólum. Lögreglu var tilkynnt um þetta í gær. Hjólin eru af gerðinni Bombardier Can-Am E-Outlander F400, gul og svört að lit. Innbrotið mun hafa átt sér stað 18. eða 19. Febrúar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Auk fjórhjólanna var miklu magni af fylgihlutum fjórhjóla stolið, svo sem hjálmum, göllum, skóm og vetlingum.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar og ættu þeir sem einhverjar upplýsingar geta haft um málið, s.s. um grunsamlegar mannaferðir, að hafa samband við hana.
--
Mynd: Fjórhjólin sem um ræðir líta svona út. Ef einhver hefur upplýsingar um hvar þau eru niðurkomin ætti sá að að láta lögreglu vita.