Fimm fíkniefnasmyglaranna búsettir í Keflavík
Fimm af þeim sjö aðilum sem ákærð hafa verið fyrir stórfellt smygl á eiturlyfjum til landsins eru búsettir í Keflavík, en um er að ræða fimm karlmenn og tvær konur. Fólkið er ákært fyrir smygl á eitt þúsund e-töflum og 130 grömmum af kókaíni í janúar í fyrra en efnið kom til Íslands með pósti.
Efnin komu frá Hollandi í janúar í fyrra með pósti og eru karlmennirnir ákærðir fyrir innflutninginn en konurnar fyrir að hafa aðstoðað við brotið. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að önnur kvennanna sé stjúpdóttir eins mannsins sem stóð að innflutningnum en konan er ákærð fyrir að hafa sótt pakkan með fíkniefnunum á pósthúsið.
Fókið er á aldrinum 22 ára til 40 ára og hefur það ekki komið við sögu í fíkniefnamálum áður. Fjórir hafa játað aðild að brotunum en tveir hafa ekki viljað gangast við þeim. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. apríl nk, en frá þessu var greint í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Efnin komu frá Hollandi í janúar í fyrra með pósti og eru karlmennirnir ákærðir fyrir innflutninginn en konurnar fyrir að hafa aðstoðað við brotið. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að önnur kvennanna sé stjúpdóttir eins mannsins sem stóð að innflutningnum en konan er ákærð fyrir að hafa sótt pakkan með fíkniefnunum á pósthúsið.
Fókið er á aldrinum 22 ára til 40 ára og hefur það ekki komið við sögu í fíkniefnamálum áður. Fjórir hafa játað aðild að brotunum en tveir hafa ekki viljað gangast við þeim. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. apríl nk, en frá þessu var greint í hádegisfréttum Bylgjunnar.