Fimm fasteignakaupsamningar
Fimm fasteignakaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum síðustu vikuna janúar. Þar af voru þrír samningar um eignir í fjölbýli og tveir samningar um sérbýli. Heildarveltan var 79 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,9 milljónir króna.
Á sama tíma var fjórum kaupsamningum þinglýst á Akureyri og jafnmörgum á Árborgarsvæðinu. Á höfuðborgarsvæðinu voru samningarnir 29. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.