Fimm ára gaf í Velferðarsjóð
Hún Freyja Styrmisdóttir, 5 ára gömul keflvísk stúlka kom í fylgd foreldra sinna í heimsókn í Keflavíkurkirkju. Erindið var að afhenda Velferðarsjóðnum á Suðurnesjum gjöf, en Freyja hélt tombólu sem gekk vonum framar. Hún bætti svo sjálf við aurum sem hún hafði fengið í afmælisgjöf í sumar svo útkoman varð kr. 7480,- Víst eiga þeir peningar eftir að koma í góðar þarfir. Heldur betur dugleg stelpa hún Freyja!