Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm á sjúkrahús eftir árekstur
Miðvikudagur 9. apríl 2008 kl. 09:22

Fimm á sjúkrahús eftir árekstur

Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur við Vogaafleggjara um klukkan hálf sjö í morgun. Engin mun þó hafa slasast alvarlega. Beita þurfti klippum til að ná öðrum ökumanninum úr bílflakinu. Ekki er vitað um tildrög slyssins en bílarnir komu úr gagnstæðum áttum. Fljúgandi hálka var á Reykjnesbrautinni í morgun.
Vegna slyssins myndaðist mikil umferðarteppa á veginum og er lögregla að greiða úr henni þessa stundina.

Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024