Fimm á hraðferð og einn undir áhrifum
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og mældist sá er hraðast fór á 144 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Annars var dagvaktin tíðindalaus.Næturvaktin var sömuleiðis róleg en undir morgun var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að aka bifreið undir áhrifum óleglegra fíkniefna.








