Fimm á fleygiferð
Einn tekinn á 155 km hraða
Fimm ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 155 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90. km á klukkustund. Þá óku þrír ökumenn án öryggisbelta og tveir þeirra voru ekki með ökuskírteini sín meðferðis.