Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimleikadeild Keflavíkur fær aðstöðu Íþróttaakademíunnar
Þriðjudagur 22. september 2009 kl. 11:44

Fimleikadeild Keflavíkur fær aðstöðu Íþróttaakademíunnar


Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti á fundi ráðsins í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að fimleikadeild Keflavíkur fái aðstöðu í húsnæði Íþróttaakademíunnar við Krossmóa.
Talið er að kostnaður vegna nauðsynlegra breytinga á húsæðinu séu viðunandi en áformum um byggingu  fimleikahúss verði frestað um sinn, nema til komi enn frekari fjölgun í deildinni.

Í kjölfar þess að Keilir, miðstöð vísinda og fræða, hefur flutt starfsemi heilsuakademíu alfarið á Ásbrú hefur íþrótta- og tómstundasviði bæjarins hefur verið falin umsjón hússins og mun ætla að nýta þann hluta sem fimleikadeildin notar ekki undir margvíslega íþróttatengda starfsemi. Æfingar í íþróttasalnum eru þegar hafnar hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur og nýstofnuðu Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar.

Iðkendur í fimleikadeild Keflavíkur eru nú 340 talsins og voru um 30 börn á biðlista á síðasta ári. Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar eru alls 19,  en erfitt hefur reynst að fá þjálfara til að starfa hjá deildinni vegna skorts á aðstöðu. Vonast ert til að það muni breytast með tilkomu þessa nýja húsnæðis.

Eva Björk Sveinsdóttir, formaður fimleikadeildar Keflavíkur segist fagna þessari tillögu ÍT ráðs. „Þetta er algjör bylting fyrir deildina sem hefur þurft að vísa frá allt of mörgum iðkendum vegna þrengsla. Stjórn og þjálfarar hafa unnið að þessu verkefni  með Reykjanesbæ undanfarna mánuði og lagt fram hugmyndir um fyrirkomulag í íþróttasalnum sem og tillögur að tækjakaupum og erum við mjög sátt við þessa niðurstöðu. Við fögnum því einnig að með tilkomu fimleikahúss þarf ekki lengur að setja upp og taka niður áhöld og tæki deildarinnar sem hefur farið mjög illa með þau í gegnum tíðina og haft  töluverðan kostnað í för með sér.”

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024