Filmur eru orðnar vinsælar
Valtýr Kristjánsson býður bifreiðaeigendum nú upp á nýja þjónusta hér á Suðurnesjum. Fyrirtækið hans heitir G.T. Bón- og filmuísetningar og er staðsett við Framnesveg 23, fyrir aftan Efnalaug Suðurnesja. Valtýr tekur einnig að sér að hreinsa bíla að utan og innan.„Suðurnesjamenn hafa tekið þessari þjónustu vel og eru sáttir við að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur til að fá filmur í bílana, sem er orðið mjög vinsælt“, segir Valtýr og er hæstánægður með viðtökurnar.