Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefni og minnihátar líkamsárás
Laugardagur 23. júlí 2005 kl. 10:31

Fíkniefni og minnihátar líkamsárás

Lögreglan í Keflavík handtók tvítugan pilt í nótt vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á honum fundust tveir hassmolar, samtals um 2. grömm en pilturinn var látinn laus eftir yfirheyrslu.

Ein minniháttar líkamsárás var kærð.

Fjórar stúlkur, sem voru yngri en 18 ára, var vísað út af vínveitingastað í Keflavík en samkvæmt áfengislögum var dvöl þeirra á skemmtistaðnum óheimil.

Í gær voru fjórir ökumenn kærðir fyrir hin ýmsu brot en þar höfðu tveir ekið of hratt, einn virti ekki þungatakmarkanir á Hafnargötunni í Keflavík og sá fjórði fyrir að nota ekki öryggisbelti. Í nótt var einn ökumaður stöðvaður á Garðskagavegi grunaður um ölvun við akstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024