Fíkniefni í Geysi í Njarðvíkurhöfn
Tollgæzlan og lögreglan í Keflavík lögðu hald á um hálft kíló af hassi um borð í flutningaskipinu Geysi í Njarðvíkurhöfn um helgina.Geysir er í flutningum fyrir Varnarliðið en skipið hét áður Rainbow Hope. Það var bandarískur áhafnarmeðlimur sem átti efnin og sagði þau vera til eigin neyslu. Manninum hefur verið sleppt úr haldi en verið settur í farbann vegna málsins.