Fíkniefni í bílskúr
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af manni, sem var að reyna að brjótast inn í hús með barefli. Í ljós kom að þarna var að verki húsráðandi sem hafði læst sig úti.
Hann var kominn inn í inngang að bílskúr húsnæðisins þegar lögreglumenn komu á vettvang og fundu þeir sterka kannabislykt þar. Þeir leituðu í bílskúrnum og fundu kannabisefni í skúffu innst í honum.
Húsráðandinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var tekin af honum skýrsla og honum sleppt að því loknu.