Föstudagur 30. janúar 2004 kl. 09:36
Fíkniefni fundust við húsleit: þrír handteknir
Í nótt handtók lögreglan í Keflavík þrjár manneskjur eftir húsleit í Reykjanesbæ, en við húsleitina fannst talsvert magn af amfetamíni og e-töflum. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík.