Fíkniefni fundust við húsleit á Suðurnesjum
	Meint amfetamín og kannabisefni fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu í fyrir helgi. Húsráðandi játaði eign sína á efnunum og var hann handtekinn. Hann var látinn laus að aflokinni skýrslutöku.
	 
	Þá reyndist ökumaður sem lögregla stöðvaði vegna gruns um fíkniefnaakstur, hafa kannabis í fórum sínum. Hann var einnig handtekinn og færður á lögreglustöð.
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				