Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 09:39
Fíkniefni fundust í bifreið
Á miðvikudagskvöld lagði lögreglan í Keflavík hald á fíkniefni og áhöld til fíkniefnaneyslu í bifreið sem stöðvuð var í Keflavík. Ökumaður bifreiðarinnar var handtekinn og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að eiga efnin, en um var að ræða tóbaksblandað hass og marijuana.