Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefnaviðskipti í kirkjugarði
Lögreglumaður að störfum í kirkjugarði. Mynd úr safni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 28. mars 2014 kl. 10:36

Fíkniefnaviðskipti í kirkjugarði

– atferli og fundarstaður vöktu grunsemdir lögreglu

Tveir karlmenn voru staðnir að fíkniefnaviðskiptum í kirkjugarði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undir miðnætti í gærkvöld. Lögreglumenn, sem voru við hefðbundin eftirlitsstörf, sáu til mannanna þar sem þeir áttu stuttan fund og kvöddust svo. Allt atferli þeirra, svo og fundarstaður, vöktu grunsemdir og þegar lögreglumenn höfðu tal af mönnunum var af þeim megn kannabislykt. Annar þeirra kvaðst hafa fengið kannabis hjá hinum og framvísaði hann poka með kannabisefni.

Lögreglumenn fóru við svo búið í húsleit hjá meintum seljanda, sem hann hafði heimilað. Þar framvísaði hann poka með kannabisefnum, auk tveggja umslaga sem höfðu að geyma kannabisefni, sem búið var að skera niður í neysluskammta.

Þá haldlagði lögregla lítilræði af kannabis í öðru húsnæði í umdæminu í vikunni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024