Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefnasali handtekinn á Suðurnesjum
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 06:00

Fíkniefnasali handtekinn á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna. Í húsleit sem gerð var í umdæminu, að fenginni heimild, var meðal annars lagt hald á amfetamín, kókaín, e - töflur, hass og mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja. Í bifreið í eigu húsráðanda fannst einnig talsvert af efnum. Viðkomandi viðurkenndi eign sína á þeim og jafnframt að hafa stundað sölu á fíkniefnum og lyfjum.

Þá haldlagði lögregla tíu 200 millilítra flöskur með kannabisolíu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafði erlendur ferðamaður komið með flöskurnar í farteski sínu til landsins og kvaðst ætla að taka olíuna inn sér til heilsubótar.  Hann hafði verið stöðvaður af tollgæslunni við komuna til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024