Fíkniefnasali handtekinn
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær tæplega þrítugan mann, sem hafði í fórum sínum talsvert magn af kannabisefnum. Lögregla var á leið í húsleit á heimili mannsins, að fengnum dómsúrskurði, en mætti honum fyrir utan húsnæðið. Þar framvísaði hann þegar nokkum kannabisskömmtum. Þegar inn var komið framvísaði hann poka með talsverðu magni af sama efni. Grunur leikur á að maðurinn hafi stundað fíkniefnasölu.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.