Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefnasali handtekinn
Þriðjudagur 27. nóvember 2012 kl. 11:07

Fíkniefnasali handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fíkniefnasala og haldlagði kannabisefni í sölueiningum sem fundust við húsleit á heimili félaga hans. Í gasgrilli bak við húsið fannst kannabisefni og við frekari leit fundust á annan tug poka með kannabisefnum í garði hússins, tilbúnir til sölu. Maðurinn, sem er innan við tvítugt, játaði að eiga efnin og einnig sölu fíkniefna, eftir að hann hafði verið handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð.

Þá haldlagði lögreglan talsvert magn af sveppum sem fundust við húsleit hjá öðrum karlmanni í umdæminu. Sá síðarnefndi, sem á þrítugsaldri, var einnig með sýnapoka og vog í fórum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024