Fíkniefnapoki í peningakassa
	Lögreglan á Suðurnesjum handtók fíkniefnasala í nótt og lagði hald á umtalsvert magn af fíkniefnum, fimm farsíma og fjármuni. Þegar lögreglu bar að garði voru þrír karlmenn í umræddu húsnæði. Þar voru glögg ummerki um fíkniefnaneyslu. Mennirnir voru handteknir og undirritaði húsráðandi leitarheimild.
	
	Við húsleitina fundu lögreglumenn, auk fíkniefnanna, farsímanna og peninganna, peningakassa sem var læstur. Á lögreglustöð heimilaði eigandi hans að hann yrði opnaður. Í  honum reyndist vera stór poki með kannabisefnum, litlir plastpokar og vog. Mennirnir sem handteknir voru eru um og yfir tvítugt.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				