Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefnaneytendur handteknir í Heiðarholti
Laugardagur 8. janúar 2005 kl. 14:06

Fíkniefnaneytendur handteknir í Heiðarholti

Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld 4 aðila sem höfðu brotist inn í íbúð í fjölbýlishúsi við Heiðarholt.

Upp úr kl. 21 var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við íbúðiina og er lögreglumenn komu á staðinn vaknaði grunur um fíkniefnaneyslu þeirra sem inni voru. Ekki var komið til dyra og urðu lögreglumenn að sparka upp dyrum íbúðarinnar. Eins og áður sagði voru fjórir aðilar í íbúðinni, þrír piltar og ein stúlka, og á borðstofuborði var bæði amfetamín og hassmulningur, ca. 0.5 gr. af hassi og 0.4 gr. af amfetamíni. Fólkið var handtekið og fært í fangageymslu en sleppt seinna um nóttina að lokinni yfirheyrslu. Ekkert af fólkinu er búandi í íbúðinni.

Þá var nokkuð um smærri útköll hjá lögreglu. M.a. var tilkynnt um ofurölvi konu á Faxabraut og var henni komið til síns heima. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um ölvun við akstur, annar fyrir að aka án þess að endurnýja ökuskírteini sitt og sá þriðji fyrir að mæta ekki með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma.
Eitt hávaðaútkall barst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024