Fíkniefnamál upplýst
Á föstudagskvöldið var maður handtekinn á Suðurnesjum grunaður um fíkniefnamisferli. Fundust meint fíkniefni á honum og í bifreið hans. Í framhaldi þess voru tveir menn handteknir á heimili mannsins. Annar þeirra hafði fíkniefni innanklæða. Á heimili mannsins fundust síðan meint fíkniefni. Alls lagði lögreglan hald á um 60 gr af amfetamíni í þessu máli. Að loknum yfirheyrslum voru mennirnir látnir lausir. Málið telst upplýst.