FÍKNIEFNABÆLI Í REYKJANESBÆ
Lögreglan í Keflavík réðist inní fíkniefnabæli í Reykjanesbæ að kvöldi 2. janúar. Í húsinu fundust 2,3 gr. af hassi, 2,3 gr. af hvítu efni sem er talið vera amfetamín og eitthvað af töflum. Sjö aðilar voru handteknir í kjölfarið, þar af tvær 16 og 17 ára gamlar stúlkur og fimm karlmenn á aldrinum 30-40 ára. Allar aðilar voru undir annarlegum áhrifum þegar lögreglan kom á vettvang en fylgst hafði verið með húsinu í töluverðan tíma áður en húsleitin var gerð. Einn karlmannanna viðurkenndi að eiga efnin en honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Maðurinn hefur margoft komið við sögu í fíkniefnamálum. Málið telst upplýst.