Fíkniefnaakstur: 27 teknir í febrúar
Maður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt, en þar með eru þeir orðnir 27 það sem af er febrúarmánuði.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Magnús Daðason, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að meginskýringin á þessari miklu aukningu séu nýr tækjabúnaður. Þá sé nýbúið að herða refsingar í slíkum málum. „Við erum komnir með áhöld sem gera okkur kleift að skera strax úr um það hvort viðkomandi hafi verið að neyta fíkniefna. Tækið er meira að segja svo nákvæmt að það greinir neyslu jafnvel mánuði aftur í tímann.“
Magnús segir að allur gangur sé á því hvaða efni séu að finnast í ökumönnum, kannabis eða harðari efni, jafnvel séu að finnast þrjú eða fjögur efni í einu.
„Það er ekkert lát á þessu og það virðist sem þetta fólk geri sér ekki grein fyrir því að þótt ekki finnist nema smávægilegt magn í viðkomandi, hefur það í för með sér sjálfkrafa ökuleyfissviptingu að minnsta kosti í þrjá mánuði. Þá eru háar fjársektir við skíkum brotum auk þess sem viðkomandi er yfirleitt kallaður fyrir dóm í slíkum málum.“
VF-mynd úr safni
Í samtali við Víkurfréttir sagði Magnús Daðason, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að meginskýringin á þessari miklu aukningu séu nýr tækjabúnaður. Þá sé nýbúið að herða refsingar í slíkum málum. „Við erum komnir með áhöld sem gera okkur kleift að skera strax úr um það hvort viðkomandi hafi verið að neyta fíkniefna. Tækið er meira að segja svo nákvæmt að það greinir neyslu jafnvel mánuði aftur í tímann.“
Magnús segir að allur gangur sé á því hvaða efni séu að finnast í ökumönnum, kannabis eða harðari efni, jafnvel séu að finnast þrjú eða fjögur efni í einu.
„Það er ekkert lát á þessu og það virðist sem þetta fólk geri sér ekki grein fyrir því að þótt ekki finnist nema smávægilegt magn í viðkomandi, hefur það í för með sér sjálfkrafa ökuleyfissviptingu að minnsta kosti í þrjá mánuði. Þá eru háar fjársektir við skíkum brotum auk þess sem viðkomandi er yfirleitt kallaður fyrir dóm í slíkum málum.“
VF-mynd úr safni