Fíkniefnaáhald fannst í bíl
				
				
Á laugardagskvöld hafði lögreglan í Keflavík afskipti af fjórum aðilum í bifreið í Njarðvík sem voru grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á fólkinu fundust ekki fíkniefni, en í bifreiðinni fannst fíkniefnaáhald og leifar fíkniefna. Ökumaður bifreiðarinnar viðurkenndi að vera eigandi efnanna.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				