Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fíkniefna leitað hjá 476 aðilum í Leifsstöð á síðasta ári
Þriðjudagur 7. janúar 2003 kl. 11:52

Fíkniefna leitað hjá 476 aðilum í Leifsstöð á síðasta ári

Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli var á síðasta ári lagt hald á rúm 23 kg af hassi, 1.513 gr. af kókaíni, 1.190 gr. af amfetamíni, 44 grömm af marijúana og 403 steratöflur. Á vegum tollgæslunnar voru framkvæmdar 476 fíkniefnaleitir þar sem farþegar voru teknir afsíðis í skyndileit og í 64 tilfellum fundust fíkniefni eða notuð áhöld til neyslu þeirra. Flestir farþega sem reyndust vera með fíkniefni meðferðis voru á leið frá Kaupmannahöfn og Amsterdam. Embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli afgreiddi 37 þessara mála, en 28 mál voru send áfram til rannsóknar og frekari meðferðar hjá ávana- og fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024