Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fífldirfska á Valahnjúk
Föstudagur 24. maí 2013 kl. 09:43

Fífldirfska á Valahnjúk

Valahnjúkur á Reykjanesi er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Fjölmargir leggja leið sína upp á hnjúkinn til að njóta útsýnis út á hafið og yfir Reykjanesið. Aðstæður á Valahnjúk eru hins vegar varasamar en merkingar sem vara við hættulegum aðstæðum skortir.

Ljósmyndari Víkurfrétta náði meðfylgjandi mynd sem sýnir fífldirfsku ferðamanna á bjargbrúninni. Myndin var tekin sama dag og snarpir jarðskjálftar gengu yfir Reykjanesið.

„Þetta er stórhættulegt en ekki í fyrsta skipti sem maður sér svona glannaskap þarna. Valahnúkur er úr veiku móbergi sem sífellt er að molna niður og brúnirnar þarna eru stórhættulegar. Einn snarpur skjálfti í skjálftahrinunni sem var þarna á dögunum hefði alveg getað verið endalokin fyrir þennan á brúninni.

Hvers vegna menn hafa ekki sett upp aðvörunarskilti þarna, eins og við Hafnaberg, skil ég ekki. Vonandi þarf ekki banaslys til að svo verði,“ segir leiðsögumaður á Suðurnesjum í samtali við Víkurfréttir.



VF-myndir: Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024