Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FÍB hlaut Umferðarljósið
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 17:00

FÍB hlaut Umferðarljósið


Félaga Íslenskra Bifreiðaeigenda hlaut í dag Umferðarljósið, viðurkenningu Umferðarráðs, fyrir starf sitt að umferðaröryggismálum í tæða átta áratugi.
Formaður FÍB er Keflvíkingurinn Steinþór Jónsson og veitti hann viðurkenningunni viðtöku í dag fyrir hönd félagsins.
„Fyrir mig persónulega er þessi stund mjög ánæguleg og gefandi en ég kom fyrst að umferðaröryggismálum í tengslum við tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem Núllsýn hefur síðustu sex ár breyst úr sýn í raunveruleika. Núllsýn er ekki bara orð – núllsýn er markmið og í okkar tilfelli mikilvægt markmið. Okkar hlutverk hjá Félagi Íslenskra Bifreiðaeiganda var kannski að koma þessu markmiði á framfæri en til að ná árangri þurfum við á öllum að halda,“ sagði Steinþór í dag.

FÍB hefur starfað að umferðaröryggismálum allt frá stofnun og veitir stjórnvöldum, veghöldurum og fyrirtækjum aðhald varðandi öryggismál umferðarinnar. Reglulega er fjallað um umferðaröryggismál í félagsgögnum FÍB, FÍB blaðinu, Þjónustubók FÍB og á heimasíðu félagsins sem er fjölsótt og lifandi vefsíða.  Félagið hefur á liðnum árum átt gott samstarfi við opinbera aðila, félagasamtök og fyrirtæki um margvísleg umferðaröryggisverkefni.

FÍB hefur haft frumkvæði varðandi núllsýn í umferðinni og kynnti árið 2009 áætlun um að Ísland verði án banaslysa fyrir árið 2015.  Hér á landi hefur verið unnið í anda núllsýnar í samgöngum á sjó og í lofti með góðum árangri.  FÍB telur að með samstilltu átaki sé hægt að ná sambærilegum árangri í umferðinni sem væri einstakt í umferðaröryggisstarfi á heimsvísu.

„Í dag 25. nóvember 2010 hafa 5 einstaklingar látist á árinu í umferðinni á Íslandi . Fimm of mikið en samt sá ALLRA besti árangur sem við höfum séð í umferðinni á Íslandi og um leið sá allra besti árangur sem um getur í heiminum öllum. Ekkert annað land er eins nálægt markmiðum núllsýnarinnar eins og Ísland. Við höfum í dag þann möguleika að vera brautryðendur í fækkun slysa í heiminum öllum,“ sagði Steinþór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024