FFGÍR býður upp á kynningu
- Heilsu og forvarnarvikan í Reykjanesbæ
Fjölbreytt dagskrá er í tilefni Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ í dag. Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur, heldur fræðsluerindi um örugga tölvunotkun á sal Háaleitisskóla fyrir hvert skólastig fyrir sig.
Hádegishugleiðsla er á Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 12:15- 12:30 þar sem allir eru hjartanlega velkomnir.
Klukkan 17:30 er kynning á niðurstöðum Rannsókna- og greininga fyrir foreldra barna í 5.-7. bekk en kynningin fer fram í Akademíunni Krossmóa 58.
Áhrif kvíðaröskunar á lífið. Ingólfur Sigurðsson mun segja frá áhrifaríkri sögu sinni í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS). Fyrirlesturinn hefst kl. 20 en Ingólfur þurfti að gefa atvinnumennsku upp á bátinn vegna kvíðaröskunar sem hafði tekið yfir líf hans.
Sporthúsið er með opið hús fyrir alla í Heilsu- og forvarnarvikunni en nánari upplýsingar um opna hóptíma og opnunartíma má finna á heimasíðu Sporthússins.
Lífsstíll verður með opna heilsuviku og er frír aðgangur í alla opna tíma sem og í tækjasal.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins má nálgast hér.