Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fésverjar skarta nýju bæjarmerki
Mánudagur 21. ágúst 2017 kl. 12:35

Fésverjar skarta nýju bæjarmerki

„Nýja bæjarmerkið. Ókeypis hönnun í boði Elg…,“ segir í fésbókarfærslu Ellerts Grétarssonar. Ellert er mikill áhugamaður um náttúru landsins og umhverfisvernd. Hann liggur ekki á skoðunum sínum um kísilver United Silicon og hefur fengið sig fullsaddan af útblæstri verksmiðjunnar í Helguvík og menguninni sem leggst yfir Reykjanesbæ.

Á dögunum birti Ellert hugmynd sína að nýju bæjarmerki fyrir Reykjanesbæ. Hugmyndina setur Ellert fram í háði en með alvarlegum undirtóni. Margir hafa gripið hugmynd Ellerts á lofti og skarta nú nýja merkinu sem „prófíl-mynd“ á samfélagsmiðlinum Facebook.

Hvort myndin mun svo rata á boli fyrir Ljósanótt er hins vegar eitthvað sem á eftir að koma í ljós.

Merkið sem Ellert bjó til er í myndinni hér að ofan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024